29.11.2013 - 10:41

1.des

Melrakkasetrið er komið í jólabúninginn og ætlar að bjóð gestum sínum upp á skemmtilega dagskrá og góðar veitingar næstu þrjá sunnudaga. Á dagskránni verður meðal annars upplestur úr nýjum bókum og tónlistaflutningur verurð í höndum nemenda Súðavíkurskóla. Í kaffihúsinu verður boðið upp á jólaglögg og piparkökur, vöfflur og fleira góðgæti. Þá verður markaður á loftinu þar sem hægt verður að gera góð kaup.  

Það er tilvalið fyrir Súðvíkinga og nærsveitunga þeirra að líta upp úr aðventuamstrinu og kíkja í kaffi í Melrakkasetrið, slaka á yfir bókaupplestri og kippa svo með sér nokkrum jólagjöfum af markaðnum.Dagskrá sunnudagsins 1. desember.Vefumsjón