12.02.2010 - 17:39

1% bloggar um Melrakkasetriđ

á heimasíðu 1% for the planet er skemmtilegt blogg um Melrakkasetrið sem fyrsta non-profit fyrirtækið á Íslandi sem skráð er hjá þeim og þau tvö íslensku fyrirtæki sem eru á lista hjá þeim sem styrkaraðilar: Borea Adventures og Einarsson veiðihjólið. Þeim er tíðrætt um hvað sé gaman að koma vestur og sigla á vit ævintýranna og fara á kajak og hitta refina okkar. Einnig er umfjöllun um skammdegið og sólarkaffið í janúar, þegar allir baka pönnukökur til að fagna vetrarsólinni. 
Bloggið skartar mynd eftir Tobias Mennle, frá vefalbúminu okkar.
Hægt er að skoða bloggið hér á síðu 1% for the planet. 
Vefumsjón